Af hverju Record Power?
Við hjá SG Handverki höfum haft mikla ástríðu fyrir smíðum í mörg ár. Þegar kom að því að endurnýja og bæta við trésmíðavélum inn á litla hobby-verkstæðið okkar ákváðum við að leita að framleiðanda sem gæti ekki bara selt okkur eina vél, heldur stutt við verkefnin okkar til lengri tíma.
Við sáum fljótt að Record Power tikkaði í flest boxin sem við höfðum sett okkur: gæði, öryggi, traust og langlíf hönnun. Fyrsta varan sem við keyptum frá þeim var CamVac sogkerfi. Við heilluðumst strax – ekki aðeins af gæðunum heldur einnig af frábæru viðmóti og þjónustulund fyrirtækisins. Það var ljóst að hér var framleiðandi sem setti bæði fagmennsku og viðskiptavini í öndvegi.
Í kjölfarið ákváðum við að prófa fleiri vélar frá Record Power. Smám saman bættust við fleiri tæki, til dæmis Sabre 350 bandsög, sambyggður PT310-HB/UK1 þykktarhefill/afréttari og fleiri öflug tæki sem hafa reynst okkur einstaklega vel. Í dag höfum við byggt upp trausta þekkingu og reynslu á þessum vélum og getum sagt með sanni að þær uppfylla allar helstu þarfir okkar í daglegu starfi. Það sem vegur jafn þungt og gæðin er að við höfum alltaf notið frábærs viðmóts og þjónustu frá starfsfólki Record Power.
Í gegnum þessi kaup og samskipti hefur myndast gott traust og gagnkvæmur áhugi.
Þeir sáu fljótt að við værum ekki aðeins viðskiptavinur, heldur notandi með raunverulega ástríðu fyrir handverki og öflugum tækjum og þannig fundum við fljótt að við deildum sömu hugsjón: að gera hágæða trésmíðavélar og verkfæri aðgengileg á sanngjörnu verði fyrir sem flesta – með ábyrgð og stuðningi á staðnum.
Þetta samstarf og sameiginlegu áhugamáli varð til þess að við tókum að okkur umboð fyrir Record Power á Íslandi sem við erum afskaplega stolt að kynna fyrir ykkur.
Þegar þú pantar í gegnum okkur færð þú ekki bara vélarnar, heldur:
- öruggan flutning og tollafgreiðslu,
- ábyrgð og þjónustu hér heima,
- og ráðgjöf frá fólki sem notar vélarnar sjálft á hverjum degi.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Record Power fjölskylduna á Íslandi – til að njóta þess sama og við höfum sjálf upplifað: gæðavéla sem standast tímans tönn, og þjónustu sem byggir á trausti og ástríðu fyrir handverki.
Við hlökkum til að heyra í þér.
Með kveðju,
F.h. SG Handverks,
Jóhann G. Sævarsson
sghandverk@sghandverk.is