RÓT – þar sem gamalt tré fær nýtt líf
RÓT vörumerkið táknar sjálfbærni og að við endurvinnum birki og fleiri viðartegundir sem annars hefði farið til spillis. Með því gefum við viðnum nýtt líf í handsmíðuðum vörum sem sameina fegurð, heilnæmi og sjálfbærni.
Gamalt tré – nýtt handverk – nýr tilgangur
Líf eftir líf þar sem sagan lifir áfram
RÓT er að taka á sig mynd
Við erum að leggja lokahönd á glæsilegt úrval handverks úr
endurnýttu birki og öðrum völdum viðartegundum.
Á næstu dögum og vikum mun úrvalið stækka hratt – fylgstu með.
Formleg sala hefst 4. janúar 2026.
Í RÓT vörulínunni munum við bjóða meðal annars upp á skurðarbretti, framreiðslubakka, ostabretti (charcuterie), platta, glasamottur, standa, veggklukkur og margt fleira áhugavert.
Hver vara er handunnin og einstök – hönnuð til að sóma sér jafnt í eldhúsi eða á borði ein og sér eða sem hluti af heildstæðri sérmerktri vörulínu.
Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að sýna þér áhugavert og vandað vöruúrval.
Væntanlegar vörur
Hagnýtar upplýsingar - Upplýsingablöð
🌿RÓT hugsjónin
RÓT byggir á virðingu fyrir efninu og náttúrunni. Við endurnýtum birki og annan við sem annars hefði farið til spillis og gefum honum nýtt líf í handsmíðuðum vörum með sögu, gæði og sjálfbærni að leiðarljósi.
👉 Sjá nánar hér.
🌿Lasermerkingar
Gjöf með nafni eða persónulegri kveðju
Merking fyrir brúðkaup, afmæli eða aðrar hátíðir. Lógó fyrirtækja á viðarvörur fyrir viðskiptavini eða starfsmenn.
👉 Sjá nánar hér.
🌿Birki viðarbretti
Birki skurðar- og ostabretti (charcuterie) – náttúruleg, endingargóð og einstök
👉Sjá nánar hér
🌿Umhirða & verndun
Góð umhirða lengir líftíma skurðarbretta. Þvoðu varlega, þurrkaðu strax og berðu reglulega á með olíu eða vaxi.
👉Sjá nánar hér
🌿Afhverju Evrópskt Birki?
Við notum endurnýtt evrópskt birki því það er einn öruggasti viðurinn í matvælatengdar vörur. Auk þess styður birkið við sjálfbæra hringrás og fær nýtt líf í handverki RÓT.
👉Sjá nánar hér
🌿Algengar spurningar (FAQ)
Viltu fræðast meira um skurðarbretti?
👉Sjá nánar hér
🌿Kolefnisfótspor
RÓT vörurnar eru unnar úr efni sem annars hefði farið til spillis – legðu þitt að mörkum og drögum saman úr sóun og minnkum kolefnisfótspor.
👉Sjá nánar hér
🌿RÓT Bývax viðarvörn
Við mælum með náttúrulega bývaxinu okkar til að vernda viðinn og viðhalda fegurð og endingu hans. Bývaxið gefur skurðarbrettinu glansandi útlit og mjúka snertingu, sem gerir það þægilegt í notkun og viðheldur ferskleika þess.
👉Sjá nánar hér
🌿Afhverju Titebond III lím?
Við notum eingöngu Titebond III Ultimate Wood Glue í RÓT vörurnar okkar. Þetta lím er FDA samþykkt fyrir matvælanotkun og er, ásamt Titebond II, eina viðarlímið sem uppfyllir þau öryggisskilyrði. Með hæsta vatnsþolsstaðli (ANSI Type I) tryggir það bæði öryggi og endingu í eldhúsnotkun.
👉Sjá nánar hér