🌿Algengar spurningar um viðarbretti (FAQ)

Viðarbretti eru klassískt val í eldhús – bæði hjá heimakokkum og fagfólki. Hér svarar RÓT algengum spurningum um hreinlæti, endingargildi og hvernig viðarbretti standa sig miðað við plast, málma, „composit resin“ (pappa límd) og „titanium“ skurðarbretti.

↺ Endurstilla síðu

▶ A. Hreinlæti & bakteríur

Er viðaryfirborð bakteríudrepandi?

Já – viður hefur náttúrulega eiginleika sem vinna gegn bakteríum. Sérstaklega harðviður eins og birki sem dregur raka og bakteríur inn í viðartrefjarnar þar sem þær eiga erfiðara með að lifa. Yfirborðið þornar aftur og bakteríurnar dragast saman og deyja með tímanum.

Plast og málmar gera þetta ekki á sama hátt – þar geta bakteríur setið lengur á yfirborðinu, sérstaklega í plasti. Það þýðir ekki að viður sé „galdralausn“, heldur að rétt umhirða + náttúrulegir eiginleikar viðar skapa saman mjög ákjósanlegt vinnusvæði sem kemur í veg fyrir örveruvöxt.

Góð ráð: Skiptu skurðarbrettum í matvælaflokka, t.d. eitt fyrir eldaðar vörur, annað fyrir hrátt kjöt, grænmeti o.s.frv. Það er notandinn sem skapar góða eldhúshegðun til að tryggja matvælaöryggi. Birki viðarbrettin okkar vinna með þér í því. Góð regla er að nota aldrei sama skurðarflötinn fyrir eldaðar og hráar vörur.

Er auðvelt að þrífa viðarbretti?

Já. Þrif á viðarbretti eru einföld:

  • skola í volgu vatni með mildum uppþvottalegi
  • þvo báðar hliðar
  • skola og þurrka vel með viskustykki
  • láta brettið þorna upprétt (á rönd) svo loft fari um báðar hliðar

Ef nauðsyn krefur er hægt að strá salti á yfirborðið, nudda með sítrónu og skola vel – það frískar upp á yfirborðið og dregur úr lykt og eyðir jafnvel sterkum matvæla blettum.

Hvernig bregst brettið við sterkum lit, t.d. rauðrófum?

Sterk litarefni geta litað yfirborðið tímabundið – sérstaklega rauðrófur, tómatsósa og krydd eins og túrmerik. Venjulega dofnar liturinn með tímanum, vax/olía dregur úr því að litur dragist djúpt inn og sítróna + salt + mild pússun getur hjálpað til að hreinsa.

Vel viðhaldin bretti með viðarvaxi taka síður lit og eru auðveldari í þrifum.

▶ B. Hnífar & notkun

Er brettið öruggt fyrir hnífa?

Já. Viðarbretti – sérstaklega endatrésbretti – eru hnífavænustu brettin. Viðurinn gefur aðeins eftir undir egginni, slær minna frá sér en mjög harðir málmar eða gler og verndar eggina betur til lengri tíma. Beittir hnífar gera vinnuna auðveldari og öruggari.

Dregur endatrésbretti úr biti hnífa?

Öll bretti hafa áhrif á eggina með tímanum. En gott endatrésbretti „víkur“ örlítið undan þegar hnífurinn fer niður og lokast svo aftur. Þannig slitnar eggin hægar og hnífarnir haldast beittir mun lengur en við vinnslu á öðrum brettum.

▶ C. Ending, uppþvottavél & líftími

Er brettið byggt til að endast?

Já. Vel gert viðarbretti úr góðu efni, með vönduðu lími og reglulegu viðhaldi getur auðveldlega þjónað daglegri notkun í mörg ár. Það er hægt að slípa og pússa upp yfirborðið ef það verður mjög slitið og gefa því nýtt líf með olíu/vaxi.

Má setja viðarbretti í uppþvottavél?

Nei. Og það á við um öll viðarbretti, sama hvaðan þau koma.

Í uppþvottavél verður brettið mjög blautt, hitað hratt upp og kælt hratt niður. Þessi hringrás veldur því að viðurinn þenst út og dregst saman á ójafnan hátt – brettið getur verpst, sprunngið og misst formið. Þetta er ekki galli í vörunni – þetta er eðli timburs.

Rétt meðferð (handþvottur + þurrkun + viðhald) er lykillinn að löngum líftíma.

Hver er líftími endatrés skurðarbretta?

Það fer eftir notkun og umhirðu, en með daglegri heimilisnotkun og reglulegri olíu/vaxmeðferð geta endatrésbretti auðveldlega endst í áratugi. Ef yfirborðið verður mjög slitið má pússa það og endurnýja þannig að það verði nánast eins og nýtt.

Í fagelddhúsum eru endatrésbretti oft notuð mjög lengi og yfirborðið endurunnið eftir þörfum.

▶ D. Endatré vs. langtré og samanburður við önnur efni

Hver er ávinningur af endatrésbretti miðað við hefðbundið langtrébretti?

Endatrésbretti:

  • eru hnífavænni – trefjarnar vísa upp og gefa eftir
  • „sjálfgróa“ að hluta – smávægileg skurðarför lokast með tímanum
  • eru oft þykkari og stöðugri á borði
  • mynda fallegra og lifandi mynstur
  • hafa meiri þéttleika og lengri líftíma við góða umhirðu

Langtrébretti eru léttari og einfaldari í smíði og geta verið frábær dagleg bretti, en slitna meira á yfirborðinu og minni „sjálflækning“ á sér stað. Bæði hafa sitt hlutverk, en ef markmiðið er heilbrigt vinnusvæði, gott grip og fagleg tilfinning velur fólk gott endatrésbretti.
Sjá nánar hér á myndinni - hægt að stækka.

Áhrif hnífa á endatré og langtré

Smelltu á myndina til að stækka

Hvernig standa viðarbretti sig miðað við plast / málm / „composit resin“ / „titanium“ bretti?

Það er ekkert eitt rétt svar – hvert efni hefur sína kosti – en í stuttu máli:

Plast / composit resin / titanium / málmur:

  • auðvelt að setja í uppþvottavél
  • getur litið „klínískt“ og snyrtilega út
  • yfirborð er oft mjög slétt og hart, sem vinnur meira á hnífunum
  • ekki alltaf eins umhverfisvæn og markaðssetning gefur til kynna

Viður (sérstaklega endatré):

  • náttúruleg bakteríuhegðun – þurr viður dregur raka og bakteríur inn í viðinn og þar sem þær þorna upp sem gerir viðinn mjög bakteríuhemjandi
  • vel viðhaldin bretti, t.d. með mineral olíu og bývaxi skapar varnarlag á yfirborðinu og hindrar þannig að bakteriur komist inn í viðinn
  • mýkra vinnusvæði fyrir hnífa – hnífarnir endast lengur
  • hægt að pússa, slétta og endurnýja
  • náttúruleg hönnun, hlýja og tilfinning

Í stað þess að keppa við plast, composit resin eða málma í uppþvottavélahæfni er viðurinn náttúrulegt vinnusvæði sem auðvelt er að þrífa og sem þjónar bæði hráefnum og hnífum einstaklega vel.

▶ E. Almennar spurningar

Er sérstök ástæða til að velja viðarbretti í heimili eða veitingahús?

Já. Þau bjóða upp á blöndu af hreinleika (rétt notuð), góðri vinnutilfinningu, betri hnífavernd og náttúrulegri hönnun og hlýju. Þess vegna sjáum við viðarbretti í mörgum fagelddhúsum, á veitingastöðum og í heimilum sem vilja gæði fram yfir tískubrellur.

Hvar get ég lesið nánar?

Sjá einnig: