🌿RÓT Bývax - næring og vörn

Bývax er náttúrlegt innihaldsefni sem veitir vatnsheldni, vernd og kemur í veg fyrir frásog vökva, bletti og óþægilega lykt. Gott vax er lykilatriði til að viðarvörur haldist fallegar og endingargóðar. Skurðar- og ostabretti eru stöðugt í snertingu við vatn, mat og hnífa – og án réttrar meðferðar geta þau sprungið, verpst og tapað lit.

↺ Endurstilla síðu

▶ Um RÓT viðarvaxið

Við mælum með RÓT viðarvaxinu til verndar viðnum. Það er blanda úr 100% náttúrulegum, matvælasamþykktum innihaldsefnum sem við flytjum inn og blöndum sjálf. Pökkuð í 110g dós með leiðbeiningum.

  • Mineralolía – mettar viðinn og kemur í veg fyrir þornun
  • Bývax – myndar náttúrulega vörn
  • Carnaubavax – eykur slitþol og gljáa
  • Sítrusolía – frísk lykt og náttúruleg sótthreinsun

Ávinningur

  • ✔ Verndar gegn blettum, raka og bakteríuvexti
  • ✔ Viðheldur lit og fallegu viðarmynstri
  • ✔ Kemur í veg fyrir sprungur
  • ✔ Lengir líftíma viðarvara
  • ✔ Heldur yfirborðinu mjúku, heilbrigðu og endingargóðu

Hentar einnig vel fyrir aðrar eldhúsviðavörur.

▶ Gott viðhaldsplan
  • Berið vaxið á yfirborð beggja megin
  • Nuddið vaxinu vel inn í viðinn
  • Látið standa í minnst 30 mínútur
  • Þurrkið af umfram vax
  • Látið brettið jafna sig upprétt í 24 klst.

Þumalputtaregla – endurtaka eftir þörfum

  • 1× í viku fyrsta mánuðinn
  • Endurtaka eftir þörfum eftir það
▶ Af hverju þarf þetta viðhald?

Óvarið endatré dregur í sig meira af raka og fitu en risjutré. Með reglulegri vaxmeðferð má koma í veg fyrir frásog, verja yfirborðið og lengja endingu verulega.

Nánar um verndun og meðhöndlun skurðbretta ›