Record Power - Trésmíðavélar
Hér finnur þú gæðavélar fyrir handverkið á hagstæðu verði - Rennibekkir, bandsagir, þykktarheflar og margt fleira.
Record Power hefur í yfir 100 ár þróað og framleitt vélar og verkfæri fyrir trésmíði og málmvinnslu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og sterka þjónustu við viðskiptavini um allan heim.
Vöruflokkar
-
Rennibekkir
Sjá úrvalRecord Power á sér langa og glæsilega sögu í trérennismíði. Boðið er upp á fjölbreytt úrval hágæða rennibekkja og fylgihluta sem henta jafnt áhugafólki og fagmönnum. Mikið úrval aukahluta til að láta ótrúlegustu hugmyndir verða að veruleika.
-
Pússun/Slípun/ Brýningarvélar
Sjá úrvalGóðar brýningar- og slípivélar eru ómissandi á hverju trésmíðaverk-stæði. Breyngarvélar geta einnig nýst heimilinu við að halda við hnífun, garðverkfærum og öðrum hlutum í góðu ástandi.
-
Sambyggðir Afréttarar og þykktarheflar
Sjá úrvalÖflug tæki sem gera alla smíðavinnu auðveldari og nákvæmari. Ekki lengur þörf á kaupa inn fyrirfram heflað timbur sem oftast þarf hvort sem er að rétta af og/eða hefla í réttar þykktir/breiddir. Hjálpar til við að lækka kostnað og bæta gæði.
-
Standborvélar
Sjá úrvalRecord Power býður upp á frábært úrval af standborvélum
fyrir hámarks nákvæmni og þægindi, tilvalið fyrir krefjandi verkstæði. -
Tappaborvélar
Sjá úrvalVegna styrks, einfaldleika og sveigjanleika er tappa-samsetningarborvélin
enn öruggasta og mest notaða samsetningaraðferðin. Record Power býður upp á hágæða
vélar fyrir kröfuharða notendur. -
Úrval auka- og varahluta
Mikið úrval vara- og aukahluta. Áhugaverðir aukahlutir fyrir trérennismíðina, bandsagir ofl vélar. Skapar ótal möguleika þar sem ímyndunaraflið og færni fær að njóta sín. Sjá nánar hér á heimasíðu Record Power:
Record Power á Íslandi – opinbert umboð
SG Handverk ehf. er viðurkenndur söluaðili og þjónustuaðili Record Power á Íslandi. Við bjóðum upp á sölu, innflutning, þjónustu og varahluti – með sameiginlegum sendingum til að tryggja hagkvæmustu mögulegu verð og trausta eftirfylgni hér á landi.
Hagnýtar upplýsingar
🔧Tæknilegar upplýsingar
Tæknilegar upplýsingar og handbækur má finna á heimasíðu Record Power undir Woodworking Machines.
Veldu viðkomandi tæki og skráðu þig inn á síðuna til að nálgast skráarsafnið (Downloads) þar sem öll tæknileg gögn og notendahandbækur eru aðgengileg.
👉 https://www.recordpower.eu/
💬Ábyrgð & þjónusta
Record Power leggur mikla áherslu á gæði og ánægju viðskiptavina.
Þess vegna fylgir langflestum Record Power vélum ókeypis **5 ára ábyrgð**,
sem er einstök í greininni.
Ábyrgðin nær yfir:
– Framleiðslugalla
– Efnisgalla
– Þjónustu og varahluti í gegnum viðurkenndan aðila á Íslandi
SG Handverk er opinber umboðs- og þjónustuaðili Record Power á Íslandi.
Við sjáum um varahluti, viðgerðir og ráðgjöf á ábyrgðartímanum.
Lesa meira um ábyrgðaskilmála hér:
🪵Um Record Power
Record Power hefur í yfir 100 ár þróað og
framleitt vélar og verkfæri fyrir trésmíði og málmvinnslu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og sterka þjónustu við viðskiptavini um allan heim.
🪵Afhverju Record Power?
Við sáum fljótt að Record Power tikkaði í flest boxin sem við höfðum sett okkur: gæði, öryggi, traust og langlíf hönnun.
📦Pantanir og greiðslufyrirkomulag
SG Handverk ehf. er umboðsaðili fyrir Record Power á Íslandi.
Til að tryggja hagkvæm kjör fyrir íslenska viðskiptavini byggir pöntunarferlið
á sameiginlegum innflutningi og skýru fyrirkomulagi.