Sagan okkar
Við höfum lengi átt þann draum að skapa okkar eigið – að láta hugmyndir verða að veruleika með eigin höndum. Á heimili okkar hefur hugmyndin smám saman tekið á sig mynd, þar sem við sameinum ólíka sköpunargleði og ástríðu í eitt sameiginlegt verkefni.
Úr því varð SG Handverk – samheiti yfir vörulínur sem endurspegla fjölbreytni, gæði og samhljóm:
🌱 RÓT – Táknar sjálfbærni og að við endurvinnum birki og fleiri viðartegundir sem annars hefðu farið til spillis. Með því gefum við viðnum nýtt líf í handsmíðuðum vörum sem sameina fegurð, heilnæmi og notagildi.
🌸 Rósalína – þar sem litagleði, hlýja og prjónalist skapar einstakar flíkur. Hún á rætur í gömlum handverkssamböndum milli móður og dóttur sem deildu ástríðu fyrir því að hekla og prjóna fallegar flíkur. Þessi arfleifð lifir áfram í Rósalínu – í hverri lykkju, hverjum lit og hverju mynstri. Með árunum hefur skapandi krafturinn einnig fundið sér farveg á striga, þar sem málverkin bera sömu tilfinningu fyrir lit og tjáningu.
⚙️ Record Power – með því að bjóða þessar gæðavélar samhliða okkar eigin handverki, viljum við styðja við þá sem hafa sömu ástríðu fyrir smíðum og sköpun. Þær eru ekki bara verkfæri sem við notum sjálf, heldur líka leið til að miðla áfram þekkingu, fagmennsku og möguleikum til annarra handverksáhugamanna.
🛠️SG Handverk - Sérlausnir - fyrir laserskurði og hönnun sem gefur viðarvörum og skiltum persónulegt yfirbragð. Hönnun, skilta smíði og letur fyrir heimili, fyrirtæki og gjafir.
Allt hófst þetta ævintýri í litlum skrefum – fyrsta skurðarbrettið, fyrsta peysan og fyrsta málverkið sem blómstraði á striga – og gleðin sem fylgdi því að sjá draumana okkar verða að veruleika. Húsið okkar breyttist í vinnustofu og verkstæði þar sem sköpunargleði ræður ríkjum alla daga.
Hjá RÓT hefði timbrið hugsanlega farið til spillis en með réttri hugsjón og endurvinnslu nýtist viðurinn í fallegar viðarvörur.
Í Rósalínu verður garn að litríkum flíkum sem bera með sér hlýju og kærleika, og í málverkunum fær litagleðin að flæða áfram á nýjan hátt.
Með Record Power deilum við þeirri sannfæringu að gott handverk byggist á réttu verkfærunum.
Hjá SG Handverk - Sérlausnum skapast tækifæri til að gefa akrýl- og viðarskiltum sem og öðrum viðarvörum persónulegt gildi sem endist sem minning til framtíðar.
Þetta er okkar leið til að lifa drauminn – að skapa, vinna saman og deila með öðrum.
Við trúum því að hvert handverk geymi fallega og mikilvæga sögu sem við erum stolt af að deila með þér.
Sólveig og Jóhann