Velkomin

Velkomin á heimasíðu SG Handverks

SG Handverk er íslenskt fjölskyldufyrirtæki með ástríðu fyrir hönnun, handverki og fjölbreyttum lausnum þar sem gæði eru höfð að leiðarljósi. Við bjóðum uppá ólíkar vörulínur sem eiga það sameiginlegt að verða til vegna skapandi hugsunar, virðingar fyrir efnisvali og sjálfbærri nálgun handverksins.

  • 🌸 Rósalína – handunnar, litríkar, nýjar og notaðar hönnunar flíkur sem veita hlýju, gleði og einstaka upplifun. Einnig falleg og skapandi myndverk þar sem hvert og eitt þeirra er óður til litaflóru lífsins. 

  • 🌳 RÓT – handunnin skurðar- og ostabretti og fleiri viðarvörur úr endurnýttu birki og öðrum viðartegundum þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi þar sem sagan lifir áfram í efninu.

  • ⚙️ Record Power – trésmíðavélar og fylgihlutir fyrir smiði sem vilja vinna af nákvæmni og gæðum. Vélar sem endast og stuðla að sjálfbæru handverki.

  • 🛠️ SG Handverk – sérlausnir – persónulegar merkingar, hönnun og smíðalausnir sem sniðnar eru að þínum þörfum - þar sem hugmyndir verða að veruleika.

Hvort sem leitað er eftir fallegri gjöf, persónulegu handverki, öflugu smíðatæki eða sérsniðnum laser lausnum, þá finnurðu það hér.

Fallegt handverk er einstakt þar sem arfleifð, saga og tilfinningar ráða ríkjum.