🌿Umhirða og verndun

Einföld og praktísk ráð til að halda RÓT birkibrettinu þínu fallegu, hreinlegu og endingargóðu í áraraðir. Með réttri notkun og reglulegri vaxmeðferð fær brettið langt líf og verður jafnvel fallegra með tímanum.

↺ Endurstilla síðu

▶ Reglulegt viðhald – eftir hverja notkun

Viðarskurðarbretti eru stöðugt í snertingu við vatn, mat og hnífa. Þess vegna skiptir daglegt viðhald mestu máli.

1. Þrif – þvo með mildri sápu

  • Handþvoið með volgu vatni og mildum uppþvottalegi
  • 🚫 Ekki leggja brettið í bleyti
  • 🚫 Ekki setja brettið í uppþvottavél

2. Þurrka báðar hliðar

  • Þurrkaðu yfirborðið vandlega með viskustykki
  • Snúðu brettinu við og þurrkaðu báðar hliðar
  • Ójafnt rakastig getur valdið verpun

Ef brettið þornar ójafnt – hvað er hægt að gera? ›

3. Láttu þorna náttúrulega

  • Hafðu brettið upprétt á rönd þar sem loft kemst að öllum hliðum
  • Forðastu sól, ofna eða aðra hitagjafa
  • Hiti getur valdið sprungum og verpun
▶ Vax/olíumeðferð – lykill að endingu

Berið reglulega á með RÓT Viðarvaxi:

  • 1× í viku fyrsta mánuðinn
  • Eftir það á 3–6 vikna fresti fyrsta árið
  • Síðan eftir þörfum

Meðhöndlið báðar hliðar jafnt, látið standa í u.þ.b. 60 mínútur og þurrkið umfram efni af.

✨ Vaxið nærir viðinn, ver gegn raka, kemur í veg fyrir sprungur og því er síður hætta á að litast af litsterkum matvælum. Regluleg næring heldur brettinu fallegu í áratugi.

Lesa nánar um RÓT Viðarvax ›

▶ Endatrésbretti – sérstök umhirða
  • 🔪 Mild við hnífa – trefjarnar lokast aftur eftir skurð
  • 🕰️ Endast lengur og sjálfgróa að hluta
  • 🌧️ Þarfnast reglulegra vaxmeðferða þar sem þau draga hraðar í sig raka
▶ Endurnýjun – þegar brettið fer að sýna slit

Ef brettið verður slitið má alltaf endurnýja það:

  • Pússa létt og bera aftur á með RÓT Viðarvaxi
  • Slitið eða grátt bretti má pússa létt (240–320 grit)
  • Bera síðan RÓT Viðarvax á báðar hliðar

Ef brettið verpist er oft hægt að jafna það með einföldum aðferðum – hafðu samband ef þú þarft ráðgjöf.

▶ Geymsla og varnir gegn verpun
  • Þurrkaðu alltaf báðar hliðar eftir þvott
  • Geymdu upprétt eða í standi – ekki flatt á blautu borði/vaski
  • Leyfðu báðum hliðum að lofta jafnt

👉 Við mælum með sérhönnuðum RÓT stöndum sem tryggja jafna loftun og eru falleg eldhúsprýði.

Sjá RÓT brettastanda ›

▶ Endatrésbretti – helstu kostir
  • 🔪 Mild við hnífana – trefjarnar lokast aftur og halda hnífunum beittum lengur
  • 🕰️ Sjálfheilun – skurðför sjást minna, brettið endist lengur
  • ⚖️ Stöðugleiki – þyngri og öruggari í notkun
  • 🎨 Fallegt mynstur – hvert bretti einstakt hönnunarverk
  • 👍 Faglegur valkostur – ástæðan fyrir að fagkokkar velja endatrésbretti
▶ Hafðu samband ef þú vilt ráðleggingar

Ef þú vilt vita meira eða lendir í vandræðum með brettið þitt þá getur þú haft samband við okkur – við styðjum þig til að halda brettinu í toppstandi alla ævi þess.
Sjá "Hafa samband" hnapp hér fyrir neðan.