🌿Afhverju Evrópskt birki?
Birki er okkar náttúrulega val fyrir eldhúsið og heimilið ykkar. Birki hefur lengi notið virðingar í norrænu handverki – og ekki að ástæðulausu. Hér er stutt yfirlit yfir helstu ástæður þess að RÓT velur Evrópskt birki í skurðarbretti og aðrar matvælatengdar vörur.
▶ Birki – náttúrulegt val fyrir eldhúsið
Birki er harðviður sem sameinar fegurð, styrk og náttúrulegan hreinleika. Ljós og hlý lifandi áferð þess fellur vel inn í öll eldhús og sómir sér vel með borðhaldinu.
Það inniheldur engin sterk litarefni eða náttúruleg varnarefni sem geta borist í matinn.
▶ Mýkt, seigla og dagleg notkun
Mýktin og seiglan í birki gerir það notendavænt og nægilega mjúkt til að hlífa hnífum, en jafnframt nógu sterkt til að standast daglega notkun.
▶ Samanburður við annan við
Birkið stendur vel í samanburði við margar aðrar viðartegundir sem stundum eru notaðar í skurðarbretti. Það er talið bæði öruggara og umhverfisvænna en margar aðrar tegundir.
▶ Evrópskt birki – sjálfhreinsandi eiginleikar
Evrópskt birki er ein af öruggustu viðartegundunum til notkunar undir matvæli. Rannsóknir sýna að viðurinn hefur náttúrulegan eiginleika til að draga raka og bakteríur inn í viðarvefinn þar sem þær eyðast þegar viðurinn þornar.
Þannig nýtur birkið sjálfhreinsandi virkni sem gerir það sérstaklega hentugt í skurðarbretti og aðrar matvælatengdar vörur.
▶ Heilnæmi
Birkið er heilnæmur viður án allra náttúrulegra varnar- eða litarefna sem geta borist í matinn. Ljóst og hlýlegt yfirborð gefur hreint og náttúrulegt útlit sem sameinar fegurð og hagnýta eiginleika.
▶ Grunnir kvistir og náttúrulegt útlit
Kvistir og náttúruleg litaskipti gera hvert bretti einstakt – engin tvö bretti eru eins. Kvistir eru ekki galli heldur hluti af náttúrulegum svip viðarins og segja söguna um uppruna efnisins.
▶ RÓT vörumerkið og hugsjónin
RÓT táknar sjálfbærni og virðingu fyrir efninu. Við endurnýtum birki og annan við sem annars hefði hugsanlega farið til spillis og gefum honum nýtt líf í handsmíðuðum vörum.
Markmiðið er að skapa vörur sem sameina fegurð, heilnæmi og sjálfbærni.
▶ Í þínum höndum – þitt framlag til sjálfbærni
Með því að velja vörur úr birki í RÓT vörulínunni okkar leggur þú þitt af mörkum til sjálfbærs handverks. Efni sem hugsanlega hefði verið hent fær nú nýjan tilgang í þínum höndum.
Þannig hjálpar til við að draga úr sóun og minnka kolefnisfótspor – endurnýttur viður fær líf eftir líf.
