🌿Kolefnisfótspor / Sjálfbærni

RÓT vörulínan byggir á þeirri hugsjón að efni eigi að fá tækifæri til nýs lífs í stað þess að verða úrgangur. Við endurnýtum birki sem ætlað var iðnaði en fékk ekki notagildi – og umbreytum því í einstakt handverk sem sameinar fegurð, sögu og umhverfisábyrgð.

↺ Endurstilla síðu

▶ Hvers vegna RÓT varð til

Við hjá SG Handverk trúum því að efni sem hefur möguleika á nýju hlutverki eigi ekki að fara til spillis.

Birkið sem við notum var upphaflega framleitt fyrir iðnað en nýttis ekki og lá á leið í förgun. Í stað þess að farga efninu ákváðum við að gefa því nýtt líf – og þannig varð RÓT vörulínan til.

Hugmyndin er einföld: að skapa handverk sem þjónar nýjum tilgangi, byggt á efni sem þegar hefur lifað og á sér sögu sem heldur áfram í þínum höndum.

▶ RÓT Hugsjónin – hvað stöndum við fyrir?

Að endurnýta er að virða lífið sem þegar hefur lifað. Við vinnum með við sem ætlað var öðrum tilgangi – og gefum honum nýtt hlutverk, nýtt líf, nýja RÓT.

RÓT – þar sem saga efnisins heldur áfram.

▶ Áhrifin þín sem kaupanda

Með því að velja endurnýtt efni sparast allt að 0,7 kg CO₂ á hvert kíló vöru, miðað við að nota nýjan við sem þyrfti að vaxa, fæðast, vera felldur, fluttur og unninn.

Hvað þýðir 0,7 kg CO₂ í raun?

  • samsvarar því að keyra 3–4 km á meðalbíl
  • að sjóða um 60 bolla af kaffi
  • eða að hlaða snjallsíma meira en 100 sinnum

Þó talan virðist lítil er hún gríðarlega áhrifarík þegar margir velja vistvænar vörur. Áhrifin margfaldast, bæði fyrir náttúruna og fyrir framtíð íslensks handverks.

▶ Hvernig neytendur hugsa – og hvers vegna það skiptir máli

Rannsóknir sýna að sífellt fleiri kjósa vistvænar vörur og líta á uppruna og umhverfisábyrgð sem hluta af verðmætum vörunnar. Sagan og innihald efnisins hefur veruleg áhrif á kauphegðun.

Þegar þú velur RÓT ertu ekki bara að kaupa skurðar- eða ostabretti – þú ert að taka afstöðu.

  • „Ég vel vistvæna vöru, því mér er ekki sama um umhverfið mitt.“
  • „Ég vil minnka kolefnisfótspor mitt.“
  • „Ég styð sjálfbærni og íslenskt handverk.“
  • „Ég vil að mín kaup segi sögu og hafi tilgang.“
  • „Ég met gæði og sögu fremur en fjöldaframleiðslu.“
  • „Ég trúi að það sem hefur lifað geti lifað áfram í nýju hlutverki.“

Þannig verður sagan af hverri vöru ekki bara saga efnisins – heldur líka þín saga.

▶ Kolefnisfótspor – tölur, samanburður og skjal

Fyrir þá sem vilja kafa dýpra höfum við tekið saman prentanleg gögn með útreikningum, samanburði og heimildum.

„Sækja PDF – RÓT kolefnisparnaður á íslensku“

„Sækja PDF – RÓT kolefnisparnaður á ensku“