🌿Birki viðarbretti

RÓT birki skurðar- og osta (Charcuterie) brettin okkar eru hönnuð til að endast lengi – þau eru gagnleg, falleg og verða fljótt hluti af eldhúsprýðinni heima hjá þér. Með réttri notkun og reglulegu viðhaldi geta þau þjónað þér í mörg ár, jafnvel áratugi. Með laser sérmerkingu verður hver vara einstök og minning sem endist til framtíðar.

↺ Endurstilla síðu

▶ Inngangur – hvað gerir RÓT brettin sérstök?

Við veljum vandlega hráefni og vinnum brettin til að þau verði bæði falleg og praktísk til daglegrar notkunar. Hvert bretti er einstakt, með lifandi mynstri og náttúrulegri áferð birkisins.

Smá umhyggja og reglulegt viðhald borgar sig margfalt og heldur brettinu fallegu og endingargóðu til langs tíma.

▶ Af hverju Evrópskt birki?

Evrópskt birki er eitt öruggasta og hreinlegasta viðarefni sem völ er á fyrir skurðarbretti og aðrar matvælatengdar viðarvörur. Trefjarnar hafa náttúrulega getu til að draga raka og bakteríur niður í viðinn þar sem þær eiga erfiðara með að lifa.

Lesa nánar um birkið ›

▶ Lím og öryggi – Titebond III

Þegar þú kaupir RÓT birkibrettin okkar geturðu verið viss um að þau séu límd saman með Titebond Ultimate III.

  • Titebond III (ásamt Titebond II) er samþykkt af FDA (Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna) fyrir óbeina snertingu við matvæli.
  • Uppfyllir hæsta vatnsþolsstaðal ANSI Type I.
  • Leysiefnalaust viðarlím – öruggara en hefðbundin lím.

Opinber upplýsingasíða:
Titebond III – Technical Data →
Nánar um Titebond III →

▶ Endatrésbretti og raki

Af hverju eru endatrésbretti viðkvæmari?

Endatrésbretti eru límd saman úr mörgum litlum viðarkubbum þar sem trefjarnar vísa upp. Þetta gefur:

  • Mikla raka- og höggdreyfingu (kostur)
  • Mjög hnífavænt yfirborð (kostur)
  • Hraðari rakadrátt ef aðeins ein hlið blotnar (áhætta)

Ef önnur hlið blotnar meira en hin getur brettið bognað (verpst). Þetta er eðli timburs – ekki galli.

Hvernig kemur maður í veg fyrir vandamál?

  • Þurrka báðar hliðar eftir notkun
  • Láta þorna náttúrulega – ekki í sól, á hitaplötu eða við ofn
  • Geyma upprétt á rönd
  • Ekki skilja eftir blautt á alveg sléttri borðplötu
  • Vaxa/olía oftar en langtrébretti – endaviður þarfnast meiri næringar

Lesa nánar: RÓT Vax viðarvörn ›

▶ Ef brettið verpist – einföld leiðrétting

Ef bretti bognar/verpist er oftast auðvelt að leiðrétta. Prófaðu þetta:

  • Bleyttu kúptu hliðina, t.d. með rökum klút
  • Settu kúpt hliðina niður á sléttan flöt
  • Leggðu þungt, slétt farg ofan á (t.d, annað bretti, bók eða pönnu)
  • Hafðu plast eða vaxpappír á milli ef undirlagið er viður
  • Láttu standa í 1–3 daga

Oftast jafnar brettið sig vel með þessari aðferð. Ef ekki – hafðu samband og við hjálpum.

▶ Af hverju fagkokkar velja endatrésbretti

1. Mildari við hnífana

Trefjarnar í endatrésviðarbrettum „víkja“ aðeins undan hnífnum og lokast svo aftur.

  • minnkar slit á hnífnum
  • heldur egginni beitri lengur
  • lengir líftíma hnífanna

2. Sjálfgróandi að hluta

Endaviður getur lokast yfir smávægileg skurðarför með tímanum.

3. Stöðug og örugg vinna

  • þykkari
  • þyngri
  • stöðugri á borði

4. Einstakt útlit

Endatrésmynstrið er lifandi og einstakt í hverju bretti – engin fjöldaframleidd vara getur endurtekið það.

▶ Hvaða hnífar henta best?
  • Hnífar úr mýkra stáli (54–58 HRC)
  • Almennir kokkahnífar
  • Brauðhnífar o.fl.

Forðast

  • Keramikhnífa
  • Mjög harða japanska hnífa (geta riftið trefjarnar)
  • Mjög grófa, tönnótta hnífa

Notkunarráð: Notaðu báðar hliðar brettsins til að dreifa sliti.

▶ Þarftu aðstoð eða ráðgjöf?

Vantar þig ráð um viðhald? Hefur bretti verpst/bognað? -Viltu fá okkar mat hvað best er að gera þannig að brettið verði aftur eins og nýtt?

Hafðu samband við okkur – við hjálpum eins og við getum ›  Sjá hnapp "Hafa sambandi" hér fyrir neðan.

▶ Algengar spurningar um viðarbretti

Hefur þú spurningar um hreinlæti, uppþvottavélarhæfni, endingargildi eða samanburð við önnur efni?

Sjá FAQ um viðarbretti