Stóra dúlla
Stóra dúlla
Stóra dúlla er eins og nafnið segir til um stórar heklaðar ömmu-dúllur en einnig er þessi flík í heild sinni stór og mikil sannkölluð stórkostleg gæðaflík. Peysan er einskonar peysu-kjóll og mikið yndi hlý og notaleg. Á Stóru dúllu eru nauðsynlegir vasar sem gott er að verma kalda fingur í. Stóra dúlla er litrík og glaðleg og mikið fyrir augað að horfa á, sannarlega upplífgandi.
Stærð: Stóra dúlla er í stærðinni S-M en þó er töluverð vídd í flíkinni og síddin frá öxl er 120 sm. og ermalengd frá armkrika er 41 sm. Víddin yfir mjaðmir er 64 sm.
Efni: Í Stóru dúllu er mjög fjölbreytt og mikið gæðagarn og heildar útlitið er þessi litríka og mikla gæða flík sem er mjúk og hlý með sinn góða hálskraga. Hægt er að nefna ullar og akryl blöndur, alpakka, bómull svo eitthvað sé nefnt.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
