1 5

Varmalín- lambhúshetta

Varmalín- lambhúshetta

24.700 ISK
24.700 ISK

Hlý og notaleg eru kjörorð Varmalín-lambhúshettu. Hún er hekluð úr ömmu-dúllum og dregin saman með hekluðu bandi. Hver segir að aðeins börn megi nota lambhúshettur, en það er engin skrifuð regla um það enda um mjög þægileg höfuðföt að ræða. Varmalín-lambhúshetta nýtist einnig sem lítill trefill eða hlý umgjörð um hálsinn bæði þegar notuð er sem húfa en einnig þegar Varmalín-lambúshettan er tekin niður og hefur hún ekki síður mikið notagildi þannig.  Sem sagt tveir fyrir einn hér á ferð.

Stærð: Erfitt er að meta stærðina á Varmalín-lambhúshettu en hún er ca. S-M og miðast við fullorðna einstaklinga.

Efni: Varmalín-lambhúshetta er hlý og mjúk og er hekluð úr gæðagarni, akryl og ullar blöndur, alpakka svo eitthvað sé nefnt.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.