Bleikapífa
Bleikapífa
Dásamleg peysa í alla staði, hún var hekluð út undir húsvegg í sól og sumri og ber sterklega keim af því. Yndislega glaðleg peysa sem vekur eftirtekt fyrir það að vera einstök eins og hún er í fallega dömulegum litum. Hún klæðist fallega og passar við hvað sem er. Hún er með hnöppum sem enginn er eins og því er hægt að loka henni og er hún þá eins og önnur flík eða kjóll. Þetta er mjög kvenleg síð peysa með þröngu sniði. Litirnir eru ljósir og sumarlegir sem þó er hægt að klæðast hvenær sem er. Vönduð peysa sem var mikið og ánægjulegt verk hjá Rósalínu.
Stærð:
Bleikapífa er í stærðinni small og er fínleg og falleg. Mjög sérstök peysa sem gleður augað að horfa á. Hún er í fallegum bleikum litatónum sem ávalt vekja eftirtekt vegna þess hversu áberandi þeir eru. Þessi dásemdar pífupeysa er 102sm. að lengd frá öxl og niður, ermalengd er 49sm. frá handarkrika og víddin á flíkinni yfir mjaðmir er 51sm.
Efni:
Bleikapífa er framleidd úr ýmsum garntegundum s.s ull og akryl en að mestu úr bómull. Hún er mjúk og þægileg og heldur sér vel.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.