Köflótta
Köflótta
Falleg opin peysa sem er hekluð með fallegu munstur -hekli sem setur skemtilegan heildarsvip á þessa gæðalegu flík. Hún er mjög klæðileg og með góða sídd og einnig eru ermarnar víðari en gengur og gerist sem gefur peysunni ákveðinn karakter. Litirnir eru fallegir og passa vel saman. Þessa flík má nota við hvað sem er, um að gera að láta ýmindunaraflið ráða þar för. Eins og áður sagði er peysan opin og án tala eða hnappa en hún hefur vasa og lítið mál að nota fallegt leður belti við hana.
Stærð: Peysan passar fyrir S-L þar sem að hún er nokkuð rúm en athuga skal að ermar eru ¾ sídd eða rétt rúmlega það. Sídd frá öxl 98 sm. og ermalengd frá armkrika 42 sm. Vídd peysu yfir mjaðmir er 61sm.
Efni: Í flíkinni er fjölbreytt garn, akryl-ullarblanda og fleira en peysan er efnismikil vegna munsturs sem gerir hana því dásamlega hlýja og notalega.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
