1 6

Fjóla

Fjóla

55.300 ISK
55.300 ISK

Þessi peysa er hið mesta augna yndi og mjög kvenleg. Hún er opin og með belti og hún er hekluð í nokkrum stórum ömmu-dúllum. Litirnir eru mjög fallegir, bjartir og nærandi, sannkölluð draumaflík. Fjóla er falleg við hvað sem er buxur kjóla eða pils þar sem hægt er að sleppa því að nota beltið ef vill. Þetta er virkilega falleg peysa sem myndi svo sannarlega gleðja.

Stærð: Fjóla er í stærðinni S. Hún er frekar nett og passandi og er síddin frá öxl 68 sm. Ermalengd frá armkrika er 39 sm. og vídd yfir mjaðmir 60 sm.

Efni: Fjóla er að mestu leiti úr gæða ullar garni og alpakka og er því hlý og gæðaleg til viðbótar við fallegt útlit.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..