Dúllusokkar 2
Dúllusokkar 2
Litríkir og fallegir Dúllusokkar 2 eru heklaðir og dregnir saman ofan við hæl með bandi og byggir hönnun þeirra á fallegu ömmu-dúllunum góðu. Þessir sokkar eru nauðsynlegir ef það á að hafa það kósý heima fyrir á köldum vetrar kvöldum og ekki skemmir það fyrir hvílík fegurð hér um ræðir því að eitt er víst að við þurfum fleiri liti í lífið okkar, litir eru jákvæðir og gefa frá sér góða orku. Aukin jákvæð orka er einmitt það sem við þurfum og þá sérstaklega þegar veturinn gengur í garð. Niðurstaðan er fleiri liti og meiri jákvæðni og lífið leikur við okkur. Dásemdar Dúllusokkar 2 eru ómissandi.
Stærð: Sokkarnir eru í stærðinni S-M og þeir eru mjög fallegir á fæti.
Efni: Efnisval er mjög blandað eins og Rósalínu einni er lagið og því má finna akryl og ullarblandað garn, alpakka og fleiri garntegundir í Dúllusokkum 2. Þeir eru hlýjir og notalegir og ekkert því til fyrirstöðu að klæðast þeim einum saman, það er, án þess að vera í hefðbundnum sokkum undir.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
