1 6

Bláarönd

Bláarönd

58.600 ISK
58.600 ISK

Hér er um mikla gæðaflík að ræða. Bláarönd er síð, hekluð peysa með vösum og stórum kraga. Hún er heil og því um nokkurskonar peysu-kjól að ræða. Litirnir í flíkinni lokkar og tælir til sín athyglina svo fallegir eru þeir. Dökkur tónn í grunninn með þessum fallegu litatónum inn á milli. Þetta er mjög klæðileg flík sem hægt er að nota við hvaða tilefni sem er, nota hana lausa eða skella leðurbelti í mittið til dæmis. Bláarönd er mikil dásemd.

Stærð: Peysan er í stærðinni S-M/L. Síddin frá öxl er 101 sm. og ermalengd frá armkrika er 46 sm. Víddin á Bláurönd er 62 sm.

Efni: Eins og í öllum flíkum Rósalínu er um fjölbreytt garn að ræða í flíkinni. Einungis er notast við gæðagarn og á það einnig við í tilfelli Bláurönd en þar er að finna akryl og ullar blöndur, alpakka og fleira en Bláarönd er mjúk og gæðaleg og hentar því öllum.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..