Bylgja
Bylgja
Þessi peysa er sprottin upp úr teppunum góðu, hekluðu bylgju-teppunum sem margir hafa heklað sér til heimabrúks. Hún er í fallegri litasamsettningu sem fangar augað og hefur vítækt notagildi og passar við nánast hvað sem er buxur pils eða yfir fallegan kjól. Peysan er opin og sómir sér vel þannig og er hún mjög notaleg og þægileg. Virkilega falleg og hlýleg flík.
Stærð: Bylgja er í stærðinni S-M. Hún er mjög klæðileg en frekar stutt. Sídd frá öxl 57 sm. Ermalengd frá armkrika 41 sm.
Efni: Bylgja er að mestu leiti úr gæða garni, akrýl og ullarblöndu ásamt fleiri tegundum og er hlý, gæðaleg og sparileg.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
