1 7

Haustlauf

Haustlauf

52.200 ISK
52.200 ISK

Haustlauf er búin til að hausti þegar laufin á trjánum breyttu um lit. Þessir gulu lita tónar heilluðu og þess vegna varð þessi fallega peysa til. Haustlauf er dásamleg peysa, hekluð, opin og með vösum og belti. Hún er líka með hettu og þar með hefur hún mikla sérstöðu þar sem ekki margar flíkur eru með hettu hjá Rósalínu. Flíkin er létt og leikandi falleg og hægt að hafa hana opna án beltis ef vill. Hún fer við hvað sem er og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för og prófa sig áfram. Yndislega Haustlauf er falleg og áhugaverð peysa.

Stærð: Haustlauf er í stærðinni XS- S. Hún er mjög nett í stærð og passandi og mjög dömuleg. Sídd frá öxl er 83 sm. og ermalengd frá armkrika er 51 sm. Vídd yfir mjaðmir er 51 sm.

Efni: Haustlauf er gerð úr margskonar garni, akryl, ullar blönduðu garni og móher blönduðu garni. Hún er mjúk og góð og falleg eins og laufin að hausti.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..