Plóma pils
Plóma pils
Hverri konu er það mikilvægt að upplifa sig kvenlega og fallega og að kalla fram hinar kvenlegu línur er miklvægt. Slík upplifun eykur sjálfstraust og innri gleði og skiptir hverja konu miklu máli. Pilsið fallega sem fékk nafnið Plóma er heklað og hægt að klæðast við hvaða tilefni sem er, hvort sem þú ferð út á lífið eða í dagsins önn. Þú notar Plómu við góðar sokkabuxur eða leggings, háu hælana eða við strigaskóna eða hvernig svo sem hugur þinn stendur til. Pilsið er í fallegum litum og er tekið saman í faldi með snúru.
Njóttu kvenleikans í þessu fallega Plóma pilsi.
Stærð
Stærðin á þessu heklaða pilsi er S - M
Plóma situr frekar hátt í mittinu (nýtur sín best þannig) og nær niður á ökkla.
Módelið er 170sm á hæð.
Síddin er 103sm. og breiddin á faldinum er 44sm.
Efni
Plóma samanstendur af ferhyrndum heklu- dúllum sem eru svo heklaðar saman. Efnisvalið, garnið er fjölbreytt en er þó mjúkt og gæðalegt í viðkomu. Rósalína notar fjölbreytt efni í vörur sínar og því gæti flíkin verið framleidd úr bómul, margskonar ull og akryl.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.