1 4

Brúnalína

Brúnalína

48.900 ISK
48.900 ISK

Peysan mjúka og góða, hlý og notaleg. Hún vekur athygli þessi fyrir frumleika og fallega sérstöðu. Litatónarnir minna á fallegt haustið og kallar á það að vera notuð þegar kulið sækir á. Þetta er hekluð peysa og eru fram og bakstykki stækkuð stærð af dúllunum góðu sem flestir hafa vanist í hlýju og góðu „ömmu“ teppunum. Brúnalína fer vel við hvað sem er, gallabuxurnar eða pilsið og upplagt að dressa sig upp með flottum leðurstígvélum við. Hún er stutt og því er fallegt að vera í henni yfir fallegan kjól. Hugmyndafluginu eru engar skorður gerðar og gaman að finna það fyrir sig hvað hentar.

Stærð:
Fallega Búnalína-stutta peysan er í stærðinni small til medium.
Síddin mælist frá öxl 50sm og ermalengd er 44sm. Þetta er mikil gæðapeysa sem er frekar nett og vel passandi en ekki mikil vídd í henni en hún er 52sm.

Efni:
Efnisvalið í þessari notalegu peysu er fjölbreytt og skapar það mikinn karakter í flíkinni. Garntegundirnar í Brúnalínu eru ull, akryl og bómull og eru litatónarnir mjúkir og gæðalegir eins og þessi fallega flík í heildina er.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.