1 6

Vetur

Vetur

51.900 ISK
51.900 ISK

Hnaus þykk og hlý eftir því enda ber hún nafnið Vetur. Hekluð peysa úr ömmu-dúllunum góðu með notalegum hálskraga. Hún er heil en ekki mikil sídd á bol en ermar í fullri lengd. Virkilega skemtileg flík sem hægt er að klæðast bæði inni og úti. Falleg og sjarmerandi í dökkum mjúkum litum.

Stærð: Vetur er í stærðinni S-M. Hún er nokkuð rúm og verulega klæðileg í kuldanum en síddin frá öxl er 56 sm. og ermalengd frá armkrika er 47 sm. Erma vídd er 23 sm.

Efni: Vetur er ullar- og lopapeysa, úr ullargarni og lopa, að lang mestu, en líka aðeins úr ullarblönduðu garni.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..