1 3

Hlýjalína

Hlýjalína

37.600 ISK
37.600 ISK

Í köldu vetrarlagi er mikilvægt  og dásamlegt að geta sveipað sig notalegum trefli eða sjali. Hlýjalína er stór og efnismikill trefill/sjal sem vermir og hlýjar. Hann er í fallegum litum sem eru bæði áberandi en falla einnig vel að hverju því sem notað er við. Hlýjalína er tilvalinn að vefja utan um sig þegar frost bítur kinn. Hann er heklaður með fallegu bylgju mynstri.

Stærð:
Hlýjalína er 190 sm. á lengd og 55 sm. á breydd.

Efni:
Rósalína notar fjölbreytt efnisval í vörur sínar og þannig er það með trefilinn góða en þar má m.a. finna í honum akryl, ull og bómul sem skapar mismunandi grófleika og áferð sem gefur honum sérstakan og einstakan karakter.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.