Randalína
Randalína
Randalína er falleg hekluð peysa sem svipar til kímonó, hún er opin að framan og tekin saman í mittinu með hekluðu belti. Hægt er að skipta út hekluðu beltinu og setja annað eða jafnvel að sleppa því alveg. Mikil vídd er í ermum sem setur sérstakann svip á flíkina. Ermarnar eru teknar saman með lítilli snúru við handarbak sem hægt er að taka úr og leyfa víddinni að njóta sín. Fallegu Randalínu er hægt að klæðast við hvað sem er og því er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín rétt eins og við gerum í vörum okkar hjá Rósalínu.
Stærð:
Randalína er í stærðinni S - M. Þó nokkur vídd er í peysunni sem gerir hana mjög þægilega og eru mælingarnar eftirfarandi:
Sídd peysunnar frá öxl og niður er 64sm., ermalengdin er 37 sm. og breyddin á ermum er 30 sm. Breidd Randalínu yfir mjaðmir er 70 sm.
Efni:
Allar vörur Rósalínu eru blanda af margskonar efnisvali, bæði að grófleika og að grunngerð og því er Randalína blanda af ull, bómul og akryl. Peysan er mjúk og stingur því ekki en Við hjá Rósalínu notum einungis mjúka og notalega ull í okkar flíkur ásamt öðru góðu garni.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
