Sólblóm
Sólblóm
Það er hverjum einstaklingi nauðsynlegt að eiga fallega peysu til að bregða sér í. Það skemmir ekki ef flíkin geislar af góðum straumum og jákvæðni í gegnum bjarta og fallega liti sem minna á sólina og blómin en Sólblóm er einmitt þannig. Hún er hekluð í heiðri við gömlu „ömmu“ teppin og samanstendur af fram og bakstykki sem eru tvær stórar dúllur. Guli liturinn gerir hana svo bjarta og glaðlega að maður skildi ætla að það myndi lyfta hverju geði upp. Sólblóm er stutt peysa sem fallegt er að nota við gallabuxur, pils og jafnvel yfir kjóla og sómir sér vel bæði spari og hversdags. Sólblóm er dásamleg flík sem fangar vel anda hönnunar Rósalínu.
Stærð:
Sólblóm er 53 sm. á lengd frá öxl og niður og breyddin á bol er 52 sm.
Erma lengdin er 43 sm. en flíkin er með ¾ erma lengd og breyddin á ermum er 24 sm. Stærð peysunnar er S - M.
Efni:
Efnisval peysunnar er fjölbreytt og einnig grófleiki þess sem skapar skemmtilegan karakter og stíl flíkunnar. Í Sólblómi er akryl, ull og bómull en flíkin er lungamjúk og notaleg.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
