Marglitta
Marglitta
Þessi fallega heklaða peysa fékk nafnið Marglitta vegna þeirra fjölbreytilegra lita sem í henni eru. Marglitta hefur gott hefðbundið snið og passar því vel og hefur fjölbreytt notagildi. Marglitta er hlý og notaleg og nýtist því vel hvort sem er ein og sér að sumarlagi eða undir yfirhöfn að vetrarlagi. Hún sómir sér vel við buxur, pils eða kjól hvort sem er hversdags eða á tillidögum.
Stærð:
Peysan er í stærðinni S - M.
Marglitta er 55 sm. frá öxl og niður og er breyddin á bolnum 68 sm.
Erma lengdin er 41 sm. frá armkrika.
Efni:
Marglitta er hekluð úr gæðagarni sem gælir við hörundið þar sem það hefur mikla mýkt í sér en jafnfram er um að ræða fjölbreyttar garntegundir sem eru akryl, ull og bómull. Vörulína Rósalínu er óður til lita og einnig til þess að kalla fram ákveðinn karakter og stíl í notkun mismunandi garntegunda.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
