Gráa pífa
Gráa pífa
Þessi fallega peysa er sérstök og einstök. Hún klæðist vel og er mjög dömuleg og hægt er að klæða hana „upp og niður“. Hún fer vel við gallabuxurnar, pilsið og kjólinn hvort sem það eru strigaskórnir eða háu hælarnir við. Peysan er dásamlega hlý og notaleg með skemmtilegri lita samsettningu. Hægt er að setja fallegt leðurbelti yfir hana í mittið eða að leyfa pífunum að njóta sín með því að hafa hana opna. Þessi heklaða peysa er skemmtileg viðbót við Rósalínu og var í framleiðslu þegar haustið og veturinn voru farin að minna á sig og skilaði það sér í dimmum og huggulegum litatónum sem þó eru lífgaðir upp með bjartari tónum. Hverskonar Litasamsettningar eru sérkenni Rósalínu ásamt einstakri hönnun flíkanna.
Stærð:
Gráa pífa er mjög nett og fínleg peysa og er stærð hennar í S.
Flíkin er 102sm. mæld frá öxl og niður, ermalengd er 47sm. frá armkrika og breiddin á flíkinni yfir mjaðmasvæðið er 51sm.
Efni:
Eins og flestar vörur Rósalínu er efnisvalið í Gráu pífu fjölbreytt og má þar finna m.a. ull,akryl og bómul. Flíkin er þó mjúk og meðfærileg í alla staði.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
