Bláa dúllan
Bláa dúllan
Vestið fékk nafnið Bláa dúllan! Enda er það heklað úr dúllum sem eru bláar og bleikar og er vestið með tvöfaldri röð af hnöppum eða tölum sem engin er eins sem setur mikinn svip á flíkina og skapar möguleika á að hneppa vestinu á fleiri en eina vegu. Bláa dúllan er fallegt við gallabuxur og pils eða jafnvel yfir kjóla. Vestið var hannað að hausti þegar þroski bláberjanna í lynginu heillaði og lokkaði þegar farið var út í náttúruna. Bláa dúllan er falleg og sérstök flík sem hefur ríka skírskotun til arfleifðar íslendinga í hlýleika gömlu „ömmu“ teppanna.
Stærð:
Bláa dúllan er í stærð S og er vestið mjög passandi í stærð og frekar stutt og nett.
Flíkin er 44 sm. frá öxl og niður og breyddin á vestinu er 42 sm.
Efni:
Efnisval í vestinu er að mestu leiti ull og akryl og er flíkin lungamjúk og gæðaleg og ekkert því til fyrirstöðu að klæðast Bláu dúllunni sem næst sér.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
