Gleðileg
Gleðileg
Gleðileg er mjög sérstök peysa með mikinn karakter og vekur eftirtekt. Í fyrsta lagi er sniðið á henni sérstakt þar sem að hún er hekluð úr ömmu-dúllum en einnig er hún með stórri pífu sem gefur henni mikla fegurð. Litirnir í henni eru einnig mjög fallegir og fjölbreyttir og áhugavert að sjá suma hverja hlið við hlið. Dásamleg peysa, með góðann háls-kraga, mikla mýkt og litagleði.
Stærð: Peysan er í stærðinni S-M og er síddin frá öxlum 65 sm. og ermalengd frá armkrika 47 sm. Endalaus þægindi og fegurð í þessar flík.
Efni: Í Gleðileg er alls konar garn, ullargarn og ullarblöndur en einnig margskonar móherblöndur en vert er að vita að peysan er lunga mjúk og mjög notaleg í viðkomu.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
