1 6

Loft

Loft

49.600 ISK
49.600 ISK

Loft er falleg peysa sem er hekluð og heil með háan og notalegann kraga. Hún hefur mikinn karakter vegna þess að hún er hekluð með munstri og mismunandi grófleika í garni. Peysan er mjög klæðileg og passar við hvað sem er og hefur tengingu við eitthvað óræðið eins og loft eða andrúmsloftið sem við svo nauðsynlega þurfum á að halda til að lifa þó að ekki verði tekið svo djúpt í árina varðandi peysuna Loft að þá mun það svo sannarlega bæta og næra að klæðast þessari flík  rétt eins og gott andrúmsloft gerir allt betra. Dásamleg peysa sem vert er að skoða.

Stærð: Loft er í stærðinni S-L og er síddin frá öxl 50 sm. og ermalengd frá armkrika 44 sm. Vídd á þessari peysu er 55 sm.

Efni: Garnið í Loft er margskonar gæðagarn og er flíkin lunga mjúk og notaleg. Akryl og ullarblandað garn, alpakka og móher er að finna hér en einnig bómullargarn.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..