Gæðalína
Gæðalína
Síð og mikil, opin peysa sem hefur mikla notkunar möguleika. Á henni eru vasar en engir hnappar og auðvelt er að skella á flíkina fallegu belti ef vill. Þetta er hin mesta gæða flík, ekta “golla” sem gott er að grípa til við hin ýmsu tækifæri. Flíkin er í fallegri litasamsettningu sem passar alltaf við hvort sem það er haust-vetur-vor eða sumar. Hún er þétt hekluð með nokkrum skemtilegum útfærslum sem setja mikinn svip á heildar útlitið. Þetta er frábær flík sem nauðsynlegt er að eiga í fataskápnum.
Stærð: Peysan er S-L hún er vel síð og ermalengd nokkuð “eðlileg”. Sídd frá öxl 106 sm. Ermalengd frá armkrika 48 sm. og vídd yfir mjaðmir 67 sm.
Efni: Eins og í flestum flíkum Rósalínu er garnið mjög fjölbreytt en peysan er þó mjúk og gæðaleg en í henni er að finna akryl-ullarblöndu og móherblandað- og alpakka garn.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
