Ský
Ský
Tær eins og bólstrandi hvít og mjúk ský á himni enda ber hún nafnið Ský þessi dásamlega fallega peysa. Hún er mjúk viðkomu og mátast vel og vekur hvarvetna eftirtekt. Ský er hekluð með munstri úr fjölbreyttu garni sem gefur henni fallegan karakter. Hún hefur gæðalegan hálskraga, hlýjan og góðann. Dásamlega Ský er drauma-peysan enda draumi líkust.
Stærð: Ský er í stærðinni S og mátast fallega og nett en síddin frá öxl er 50 sm. og ermalengdin frá armkrika er 44 sm. og víddin á peysunni er 55 sm.
Efni: Garnið í Ský er margskonar en allt mjög mjúkt og notalegt en í peysunni er akryl og ullarblöndur, alpakka og fleira.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
