Lopavettlingar 1
Lopavettlingar 1
Hér er á ferðinni sérstakir og einstakir vettlingar sem heklaðir eru með ömmu-dúllu aðferðinni. Þessir Lopavettlingar 1 eru athyglinni verðir vegna sérstöðu sinnar og tengingar í arfleifðina íslensku bæði hvað varðar efnisval en ekki síður í fallegu ömmu-dúllurnar sem þeir eru hannaðir upp úr. Þessir eru hlýjir og góðir.
Stærð: Lopavettlingar 1 eru í stærðinni S-L. Lengd vettlings er 25 sm. og breydd 12 sm. Lengd þumalsins er 8 sm.
Efni: Lopinn ræður hér ríkjum enda eru þessi vettlingar hlýjir og góðir til viðbótar við fallega hönnun þeirra. Hver vill ekki eiga einstaka Lopavettlinga 1 til að hlýja sér í vetrarkuldanum.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.
