Jörð
Jörð
Jörð er dásemdar flík sem umvefur notandann í notaleg heitum. Litatónarnir minna á næringar ríka jörð sem er undirstaða alls sem gott er í þessu lífi. Peysan er heil með háan og hlýlegan kraga, hún er mjög passandi, ekki of síð og ekki of stutt heldur einhvers staðar mitt á milli. Hún er hekluð með munstri sem gefur henni mikinn karakter. Dásamleg peysa sem undursamlegt er að klæðast hvenær sem er.
Stærð: Jörð er í stærðinni S-M og síddin frá öxl er 55 sm. og ermalengdin frá armkrika er 42 sm. Peysan er mjög klæðileg og falleg.
Efni: Peysan er úr margskonar garni með mismunandi grófleika sem gefur flíkinni mikinn karakter. Akryl og ullarblandað garn ásamt móher og alpakka er hér á ferð sem myndar þessa fallegu heild.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
