1 4

Dúllusokkar 1

Dúllusokkar 1

21.900 ISK
21.900 ISK

Þessir Dúllusokkar 1 eru hugsaðir sem heima-kósý-sokkar. Þeir eru heklaðir úr ömmu-dúllum og eru dregnir saman með hekluðu litríku bandi til að undirstrika notkun þeirra sem notalega heima-kósý-sokka. Þessir eru algjörir krútt og alveg nauðsynlegt að eiga eina svona til að bregða sér í þegar tásurnar eru kaldar eða bara til að hafa það kósý upp í sófa. Dúllusokkar 1 eru dásemdin ein, hlýjir og fallegir í senn.

Stærð: Sokkastærðin er ca. S-L en þeir eru mjög eftirgefanlegir og passa því á sem flesta.

Efni: Í Dúllusokkum 1 er allskonar gæðagarn, ull og akrylblöndur, alpakka og fleira.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..