1 4

Lopasokkar 1

Lopasokkar 1

18.900 ISK
18.900 ISK

Það þarf að eiga góða sokka á tásur, það er nauðsynlegt og ekki er verra að hafa þá einstaka eins og Lopasokkar 1 eru. Hér er á ferðinni hönnun þar sem ömmu-dúllan er útfærð með þessari dásamlegu útkomu. Lopasokkar 1 eru heklaðir úr lopa og því hlýjir og góðir og fallegir. Tilvalið að eiga eitt par þegar kulda sækir að en varúðar skal gæta að öllu öryggi þar sem lopasokkar yfir höfuð geta verið hálir að ganga í á gólfinu.

Stærð: Lopasokkar 1 eru í stærðinni S-L og er lengd sokks frá hæl fram á tá  ca. 25 sm. en athuga skal að sokkarnir gefa vel eftir og henta því flestum.

Efni: Garnið er lopi, hlýr og notalegur.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.