Villiblóm - 2024, akrýl á pappír 29x39 sm.
Villiblóm - 2024, akrýl á pappír 29x39 sm.
Selst í tilbúnum hvítum ramma sem er 47 x 57 sm. En auðvelt er að skipta um ramma á verkinu.
Þú mátt vera með en ekki þú. Blómin í beðunum eru í röð og reglu og hafa sinn stað til að þenja út krónublöðin og brosa á móti sólu. Lífið er yndislegt. Allir hafa hlutverk og eru glaðir með sitt. En það er eitthvað sem raskar jafnvæginu. Afhverju þarf þessi lilja þarna að þenja sig? já eða bláklukkan? Þessi blóm eru ekki í beðinu. Þau eru villiblóm. Og hvað með það? Sólin elskar alla, eins og það á að vera og þannig er það skrifað í skýin.
© 2025 Sólveig Hólm Guðmundsdóttir. Öll texta- og myndverk eru höfundarréttarvarin.
35.000 ISK
