Græna dásemdin
Græna dásemdin
Allt er vænt sem vel er grænt! Sem passar vel við hér en þessi síða og allt um vefjandi fallega flík tekur vel utan um notandann með sínu fallega útliti og notalegheitum. Græna dásemdin, peysan eða kápan, eins og heyrst hefur er hekluð og samsett úr litlum dúllum sem gefur henni mikinn karakter og sér einkenni. Þetta er mikil flík sem hægt er að nota við ýmsar aðstæður og tilefni, úti í íslensku sumri eða til að fá hlýju í kroppinn þegar kuldi herjar að. Hún sómir sér vel við gallabuxurnar, pilsið eða kjólana og er einnig falleg bara opin og laus eða með fallegu leðurbelti í mittinu. Þessi síða peysa er tilvalin til þess að skella yfir sig á hraðferð. Að þjóta er að njóta!
Stærð:
Þessi notalega og gæðalega flík, Græna dásemdin, er í stærðinni S - L þar sem að nokkur vídd er í henni.
Módelið notar fatnað í s-m. Erma lengd frá armkrika er 53 sm. og erma breidd er 24 sm. Sídd peysunnar er 90 sm. mæld frá armkrika. Og breidd á bol er 62 sm.
Efni:
Græna dásemdin er blanda af ull og akryl og er úr gæðagarni sem er mjúkt og
notalega viðkomu og stingur ekkert.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika.