Mandarína
Mandarína
Falleg og sérstök peysa með mikinn karakter. Hún umvefur þann sem í hana fer með sínum notalega háa kraga og ekki skemmir fyrir þessi einstaklega fallegu litir sem í henni eru. Mandarína er heil, hekluð peysa með hekluðu bandi í mitti sem hægt er að draga saman en svo er líka hægt að sleppa því ef vill. Litatónarnir í þessari flík eru sérstakir og svo óskaplega fallegir, svo látlausir en þó alls ekki. Sannkölluð drauma peysa hlý og góð og allt um vefjandi.
Stærð: Mandarína er í stærðinni S, hún er mjög gæðaleg og síddin frá öxl 61 sm. og ermalengd frá armkrika er 46 sm. Nokkur vídd er í ermunum og síddin á þeim er rétt tæplega “hefðbundin”.
Efni: Garnið í þessari peysu er margskonar gæða garn, úr öllum “flokkum” en að mestu úr góðu mjúku ullar garni.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
