1 4

Berjalín

Berjalín

39.900 ISK
39.900 ISK

Fínasta vesti sem gott er að fullkomna dressið með. Berjalín passar við buxur pils og hvaðeina sem hugmyndaflugið segir til um. Vestið er opið og heklað í fallegum litatónum sem minnir á berjalyng haustsins. Berjalín er með fallegri pífu sem fullkomnar útlit vestisins og það er einnig hlýtt og notalegt, fullkominn punkturinn yfir i-ið.

Stærð: Vestið er í stærðinni S og klæðist mjög nett og passandi. Síddin frá öxl er 53 sm. og víddin á Berjalín er 45 sm.

Efni: Berjalín er heklað úr gæða ullar og akryl-blönduðu garni ásamt fleiru en vestið er mjúkt og notalegt.

Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.

Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..