Dúnmjúk
Dúnmjúk
Þessi dásemdar dúnmjúka peysa er laus-prjónuð úr fallegu garni sem veitir henni fallegt yfirbragð. Hún er nokkuð “fluffy” og teygjanleg enda prjónuð úr miklu gæðagarni sem leikur við skinnið svo mjúk er hún. Þessa flík er hægt að hafa lausa og þægilega eða að setja belti, að eigin vali, í mittið og þá breytist yfirbragðið á peysunni. Litirnir í Dúnmjúk eru fallegir pastell-litir sem eru svo yndislegir. Sannkölluð gæða flík hún Dúnmjúk.
Stærð: Peysan er í stærðinni S-L og gefur vel eftir. Síddin frá öxl er 86 sm. og ermalengd frá armkrika er 36 sm. Víddin á Dúnmjúk er 66 sm.
Efni: Garnið í þessari peysu er allt saman móher og móherblöndur sem segir manni að hún sé dúnmjúk viðkomu.
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
