Ljúflingur - 2024, akrýl á pappír 39x29 sm.
Ljúflingur - 2024, akrýl á pappír 39x29 sm.
Selst í tilbúnum hvítum ramma sem er 57 x 47 sm. En auðvelt er að skipta um ramma á verkinu.
Fegurð lífsins er endalaus og býr í hverju því sem verður á vegi okkar hvort sem það er umhverfið, fólkið eða hlutirnir sem við veljum okkur inn í lífið. Lífsins hringiða tekur stjórnina og skapar sinn farveg með allri sinni dýpt og útsjónarsemi svo að sumum finnst nóg um og vilja grípa í hemlana. Hraðinn og ákafinn getur verið svo óstjórnlegur þannig að það skortir alla mýkt og staðfestu til að staldra við og virkilega njóta stundarinnar. Að mýkja og hægja á hringiðunni, njóta lífsins litaflórunnar og gleðjast yfir því sem er.
© 2025 Sólveig Hólm Guðmundsdóttir. Öll texta- og myndverk eru höfundarréttarvarin.
36.000 ISK
