Lopapeysan
Lopapeysan
Rósalínu Lopapeysan. Þessi flík er mjög sérstök þar sem að hún er hekluð úr lopa og það “afgöngum” eða endum þar sem hver litur tekur við af öðrum og nánast hending látin ráða hvaða litur kemur næstur. Lopapeysan er hlý og opin með aflöngum trétölum, belti og hettu og ekki má gleyma vösunum. Hún er mjög klæðileg og hentar úti sem inni, vetur sem sumar. Hægt er að ráða því hvort að beltið er notað eða ekki en engir “hankar” eru í hliðum fyrir beltið til að fallegra sé að sleppa því ef vill. Einstaklega notaleg flík og mjög eiguleg fyrir lopapeysu unnendur.
Stærð: Lopapeysan er í stærðinni S-L og er síddin frá öxlum 96 sm. og ermalengd frá armkrika er 43 sm. Víddin á flíkinni yfir mjaðmasvæði er 64 sm.
Efni: Lopapeysan er að lang mestu leyti úr lopa-garni
Þvottur:
Mikilkvægt er að meðhöndla hverja vöru frá Rósalínu með mildi þar sem efnisval er fjölbreytt í hverri flík. Mælt er með vægum handþvotti og einnig að flíkin sé látin liggja og þorna en um leið formuð til svo að hún haldi sem best sínu upprunalegu útliti.
Mikilvægt er að hafa í huga að handverk Rósalínu er einstakt og því er einungis um eitt stykki af vörunni að ræða en jafnframt að um handgerða flík er að ræða þar sem borið gæti á eðlilegum breytileika..
