Lofthreinsari - AC400 Two Stage Air Filter with Remote, 3 Speeds/Time Delay
Lofthreinsari - AC400 Two Stage Air Filter with Remote, 3 Speeds/Time Delay
Tveggja þrepa lofthreinsari fyrir allt að 113m3 / 409CFM/min hreinsun. Mikilvægt fyrir öll minni verkstæði til að taka fínustu rykagnir úr loftinu. Rykagnir geta valdið alvarlegu heilsutjóni.
Lofthreinsarinn kemur með þriggja hraða fjarstýringu og tímastilli. Mjög öflug lofthreinsun með poka/vasa síun (e. pocket filters eða bag filters), síur úr efni sem myndar eins konar „vasa“ eða „poka“ sem hanga niður í fleiri „vösum“ sem auka yfirborð síunnar og nýtni.
Þetta hefur tvo kosti:
- Stærra síuflötur → betri síunarhæfni og minni mótstaða í loftflæðinu.
- Betri ryk- og agnasöfnun → hentar vel fyrir fínt ryk, eins og tréryk í verkstæðum.
Þær eru því mun skilvirkari en einfaldir flatar síur og endast lengur áður en þarf að skipta þeim út eða hreinsa.
🔹 Bestu kjör með sameiginlegum innflutningi
SG Handverk er umboðsaðili Record Power á Íslandi.
Með því að sameina pantanir tryggjum við lægra verð og öruggan flutning.
Leiðbeinandi verð miðast við áætlaðan flutningskostnað og gengi á þeim tíma er pöntun er staðfest. Smávægilegar verðbreytingar geta orðið vegna gengisbreytinga eða uppfærðs flutningskostnaðar. Endanlegt verð er alltaf staðfest áður en pöntun er samþykkt.
📦 Sjá nánari upplýsingar í fellilista hér fyrir neðan : Pantanir og greiðslufyrirkomulag

Hagnýtar upplýsingar
🔧Tæknilegar upplýsingar
Tæknilegar upplýsingar og handbækur má finna á heimasíðu Record Power undir Woodworking Machines.
Veldu viðkomandi tæki og skráðu þig inn á síðuna til að nálgast skráarsafnið (Downloads) þar sem öll tæknileg gögn og notendahandbækur eru aðgengileg.
👉 Sjá heimasíðu Record Power
💬 Ábyrgð & þjónusta
Record Power leggur mikla áherslu á gæði og ánægju
viðskiptavina.
Þess vegna fylgir langflestum Record Power vélum ókeypis **5 ára ábyrgð**,
sem er einstök í greininni.
Ábyrgðin nær yfir:
– Framleiðslugalla
– Efnisgalla
– Þjónustu og varahluti í gegnum viðurkenndan aðila á Íslandi
SG Handverk er opinber umboðs- og þjónustuaðili Record
Power á Íslandi.
Við sjáum um varahluti, viðgerðir og ráðgjöf á ábyrgðartímanum.
👉 Ábyrgð & Þjónusta
🪵 Um Record Power
Record Power hefur í yfir 100 ár þróað og
framleitt vélar og verkfæri fyrir trésmíði og málmvinnslu. Fyrirtækið er þekkt
fyrir gæði, áreiðanleika og sterka þjónustu við viðskiptavini um allan heim.
🪵Afhverju Record Power?
Við sáum fljótt að Record Power tikkaði í flest boxin sem við höfðum sett okkur: gæði, öryggi, traust og langlíf hönnun.
📦 Pantanir & greiðslufyrirkomulag
SG Handverk ehf. er umboðsaðili fyrir Record Power á Íslandi.
Til að tryggja hagkvæm kjör fyrir íslenska viðskiptavini byggir pöntunarferlið
á sameiginlegum innflutningi og skýru fyrirkomulagi.